Föndurhópur FEBS:

Yfir vetrartímann og fram á vor hittist hannyrða- og föndurhópur í Húsi frítímans á miðvikudögum kl.12:00 – 16:00.
Konur eru þar í miklum meirihluta,  mála á postulín og keramik, mála með alcoholbleki, hekla, prjóna, gera 5d myndir og eru með alls konar hannyrðir.

Starfsemin er hugsuð fyrir eldri borgara en yngra fólk kemur einnig.

Leiðbeinendur eru Jóna Heiðdals og Petra Jörgensdóttir

Eins og sést á myndunum eru konurnar niðursokknar í vinnu sína og kátína í hverju andliti.