Útskurðarhópur FEB. 

Helgina 7.-8. apríl 2018 var haldið námskeið á vegum FEB í tréútskurði og var Jón Adolf Steinólfsson útskurðarmeistari leiðbeinandi.  10 manns sóttu námskeiðið sem var mjög áhugavert og skemmtilegt.   Um haustið leitaði hópurinn að húsnæði til að hittast í og vinna og var það ekki fyrr en í mars 2019 að smíðastofa Árskóla fékkst á þriðjudögum kl. 16-18 og hittust nokkrir þar til vors við úrskurð.  Verður kannað hvort Jón Adolf fáist til að koma aftur í haust til leiðbeiningar.  Þann 12. júlí 2018 kom Friðgeir Guðmundsson, tréútskurðarmeistari, í heimsókn til formanns og færði félaginu möppu með uppdráttum og teikningum af munstrum fyrir tréútskurð.  Geta áhugasamir fengið möppuna að láni hjá formanni.  Upplýsingar um hópinn eru hjá Ástu Pálínu Ragnarsdóttur.
Helgina 19.-21. mars 2021 var haldið námskeið á vegum FEB í annað sinn með Jóni Adolf Steinólfssyni.  Námskeiðið sóttu 10 manns.
Útskurðarhópurinn hefur aðstöðu í smíðastofu Árskóla á þriðjudögum kl. 16-18.