Forsíða2021-02-08T20:32:08+00:00

Dagskrá Félags eldri borgara í Skagafirði til áramóta 2023

Hér má sjá dagskrána okkar til áramóta 2023

 

 

 

 

Félag eldri borgara í Skagafirði.
Samkomur eldri borgara til áramóta 2023
í Húsi frítímans –  hefjast kl. 13.00

September:  Kl. 13:00 – 16:00
14. fimmtudagur – spil
18. mánudagur – félagsvist
21. fimmtudagur – spil – Haustferð
25. mánudagur – bingó
28. fimmtudagur – spil

Október:  Kl. 13:00 – 16:00
2.  mánudagur – félagsvist
5.  fimmtudagur – spil
9.  mánudagur – bingó
     söngstund í kaffinu kl. 15:00 – 16:00
12. fimmtudagur – spil
16. mánudagur – félagsvist
19. fimmtudagur – Haustfundur – spil
23. mánudagur – bingó
26. fimmtudagur – spil
30. mánudagur –félagsvist

Nóvember:  Kl.  13:00 – 16:00
2.  fimmtudagur – spil
6.  mánudagur – bingó
     söngstund í kaffinu kl. 15:00 – 16:00
9.  fimmtudagur – spil
13. mánudagur – félagsvist
16. fimmtudagur – spil
20. mánudagur – bingó
23. fimmtudagur – spil
27. mánudagur – félagsvist
30. fimmtudagur – spil

Desember:  Kl.  13:00 – 16:00
4. mánudagur – bingó
7. fimmtudagur – spil
11. mánudagur – Jólafundur
14. fimmtudagur – félagsvist

Annað:

Handavinna og föndur:  Miðvikudaga í Húsi frítímans  kl. 12:00 – 16:00.  Jóna og Helga taka vel á móti ykkur.  Hefst 27. september.

Leikfimi:  Þriðjudaga og fimmtudaga í Húsi frítímans kl. 08:30 – 09:30.  Guðrún Helga þjálfar.    Upplýsingar hjá Ástu  R. í síma 862-6167.

Boccia:  Þriðjudaga og fimmtudaga í Húsi frítímans kl. 10:00 – 12:00.  Upplýsingar hjá Svanborgu  í síma 849-0558 eða Pétri í síma 896-3693.

Pílukast:  Þriðjudaga í Húsi frítímans kl. 10:00 – 12:00.

Jóga:  Föstudaga í Húsi frítímans kl. 10:00 – 11:00. Sigríður H. Sveinsdóttir stýrir jóga fyrir 60+. Hefst  22. september.   Upplýsingar hjá Ingunni í síma 863-5245 eða Sigríði í síma 846-7075.

Spjaldtölvu- og snjallsímaleiðsögn: Í Húsi frítímans.  Upplýsingar hjá Steinunni í síma 898-6632.

Samvera á Löngumýri:  Hefst kl. 13:30  dagana 12. og 26. september, 10. og 24. október, 7. og 21. nóvember og svo litlu jólin 5. desember.  Sjá auglýsingu í Sjónhorninu 33. tbl.

Leshópur:  Miðvikudaga á Bókasafninu kl. 10:30 – 11:30.

Ganga á íþróttavellinum:  Alla daga frá kl. 08:00 – 11:30.  Gengið frá Vallarhúsinu.

Íþróttahúsið:  Á fimmtudögum kl. 12:00 – 13:00.  Frjáls tími eftir áhuga og getu.  Áhugasamir hafi samband við Ástu R. í síma 862-6167.  Einnig er eldri borgurum heimilt að ganga hringinn uppi í Íþróttahúsinu mánudaga til fimmtudaga kl. 11:20 -12:00.

Kórinn:  Æfingar í Ljósheimum á þriðjudögum kl. 14:30 – 16:30.  Nýir félagar velkomnir.  Upplýsingar veita Ragnheiður í síma 868-1875, Ásta R. í síma 862-6167 og Þórey í síma 895-8078.
Hefst 20. september.

Skákæfingar:  Eldri borgarar eru boðnir velkomnir á skákæfingar hjá Skákfélaginu í Safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 20:00

Tréútskurður:  Höfum aðstöðu í  Árskóla (smíðastofu) þriðjudaga kl. 16:00 – 18:00.  Áhugasamir hafi samband við Ástu R. í síma 862-6167.

Dans:  Steinunn Arnljótsdóttir verður í Ljósheimum á þriðjudögum kl. 20:00 – 21:00 með línudans.  Áhugasamir hafi samband við Steinunni í síma 846-9014.

Golf:  Eldri borgarar eru boðnir velkomnir til að pútta í húsi Golfklúbbs Sauðárkróks, Borgarflöt 2, Sauðárkróki, mánudaga og miðvikudaga kl. 10:30 – 12:00.  Hefst 2. október.  Upplýsingar hjá Snæbirni (Krumma) í síma 848-8327.

 Mötuneyti FNV:  Hádegishlaðborð virka daga,  kr. 2.200,-

Mörg fyrirtæki á Sauðárkróki og í Skagafirði veita félögum í FEBS afslátt af veitingum, vörum og þjónustu.  Upplýsingar eru í afsláttarbók LEB og í appinu „Spara“.  Munið að spyrja um afsláttinn og sýnið félagsskírteini FEBS.

Öldrunarþjónusta Skagafjarðar:  Upplýsingar veitir Stefanía Sif Traustadóttir í síma 455-6000.

Minnum á heimasíðuna okkar:  febskagafirdi.is og Facebook síðu félagsins:  Félag eldri borgara í Skagafirði.

ATH: Bílastæði eru einnig bak við Hús frítímans – þá er ekið inn á planið sjávarmegin.
*Allir eldri borgarar eru velkomnir í Hús frítímans.

 

November 9th, 2023|Categories: Uncategorized|0 Comments

Frá ferðanefnd

                                  ,,LITLU  STRANDIR“ Í DALABYGGÐ

KYNNIS- OG SKEMMTIFERÐ Á VEGUM FÉLAGS ELDRI BORGARA Í SKAGAFIRÐI

Árið 2022 mánudaginn 19. september klukkan 9 að morgni lögðum við af stað frá N einum á Sauðárkróki. Áð var í Varmahlíð klukkan 9:30. 55 félagar höfðu skráð sig í ferðina, þrír hættu við, þannig að  52 voru með í för. Farkosturinn var að venju frá Suðurleiðum, en Haraldur Þór Leifsson ættaður úr Vesturdal hélt um stjórnvölinn – alveg fyrirtaks bílstjóri. Tafið var bæði á Blönduósi og í Staðarskála í stutta stund á báðum stöðum. Síðan var haldið yfir Laxárdalsheiði. Og nú átti leikinn leiðsögukona okkar Jóhanna Bjarney Einarsdóttir á Skúfstöðum í Hjaltadal; en sú er frá Rauðbarðaholti í Hvammssveit. Fræddi hún okkur um hvað eina, er fyrir augu bar í þessari ferð. Það er alveg ómetanlegt að hafa staðkunnugt leiðsögufólk í svona ferðum. Þegar niður í Búðardal kom, leiðsagði hún okkur að Leifsbúð, þar sem biðu okkar ýmiss konar súpur: Kjötsúpa, gullasúpa og kjúklingasúpa. Þeir sem vildu gátu skoðað safn á efri hæðinni um ferðir Leifs heppna til Vesturheims. Næst var haldið inn Hvammssveit og út Fellsströnd og um Skarðsströnd. Ekki sást nógu vel út á Breiðafjarðareyjar vegna þokulofts og rigningar. Farið var að Ólafsdal við Gilsfjörð, þar sem fyrsti bændaskóli landsins starfaði. Þætti heldur afskekkt þar nú á dögum.  Næst var ekið  um sveitirnar  Saurbæ og Svínadal og aftur að þorpinu Búðardal, þar sem beið okkar kaffi í Leifsbúð, hjá Pálma. Ætlunin var að fara Bröttubrekku og Holtavörðuheiði heim, en vegna tímaskorts var Laxárdalsheiðin farin aftur. Kvöldmatur beið okkar á B og S á Blönduósi. Ágætis matur þar, en óþolandi að hafa bara þjóna, sem hvorki tala né skilja stakt orð í íslensku. Það finnst mér ekki fólki bjóðandi.

Hagyrðingarnir í hópinum voru frekar spakir. En hér koma þrjár stökur, er fóru á flot, eftir að Jóhanna lét Tópaspela ganga um rútuna.

Þó að Hanna Tópasbokku bjóði
ef biti mætti ná úr deigu járni,
hagyrðingar þegja þunnu hljóði
þreytulegir Benedikt og Árni.
Höf:  Engilráð Sigurðardóttir

Eflaust fer nú ögn að kárna
okkar ferðagrín.
Þið breytið nú ekki  Benna og Árna
í biluð fyllisvín.
Höf.: Benni á Vatnsskarði

Glöð við flökkum góða ferð.
Gaman er í Dölum.
Þó að rigning þétt að gerð
og þoka ylli kvölum.
Höf.: Árni Bjarnason

Ég vona, að allir hafi verið nokkuð ánægðir og hressir eftir þessa ferð. Til Varmahlíðar var komið klukkan 21:30
Þórey Helgadóttir ritari (sign.)

 

                       ,,MANSTU GAMLA DAGA, MARGOFT GERÐIST SAGA“

                           GAMLIR DÆGURLAGASMELLIR Í HOFI Á AKUREYRI

Árið 2022 sunnudaginn annan október var lagt upp í menningarreisu til Akureyrar. Ekið var frá N einum á Sauðárkróki klukkan 14 og frá Varmahlíð klukkan 14:30. Haraldur Þór Leifsson  frá Suðurleiðum var rútustjóri; og farþegar urðu 44 talsins. Ferðinni var heitið á söngskemmtunina ,,Manstu gamla daga,“ sem var haldin í tilefni 40 ára afmælis Eldri borgarafélags Akureyrar. Sýningin hófst klukkan 16. Þetta var alveg frábær skemmtun og tónlistarfólkið fór á kostum. Gaman var líka að sjá allar gömlu myndirnar, sem Gísli Sigurgeirsson hafði safnað. Eftir þessa tveggja og hálfs klukkustundar löngu samkomu var haldið á veitingastaðinn Vitann, þar sem eldri borgarar úr Skagafirði fengu mjög góðan mat. Um tvo rétti var að velja úr kjúklinga – eða lamakjöt ásamt meðlæti. Á eftir aðalréttunum var boðið upp á kaffi. Ekið var heim klukkan 20:30 og komið í Varmahlíð klukkan 21:30. Allir voru sælir í sinni eftir þennan mannfagnað.

Þórey Helgadóttir, ritari (sign.)

March 14th, 2023|Categories: Uncategorized|0 Comments

Gott að eldast

Vildi vekja athygli á eftirfarandi:

Í gær, mánudag 5. desember, var haldinn kynningarfundur um aðgerðaráætlun á þjónustu við eldra fólk. Fjölmargir mættu á kynninguna og eins voru margir sem fylgdust með á streymi.

Á vef stjórnarráðsins er að finna frekari upplýsingar ásamt upptöku af fundinum. Sjá nánar hér: https://www.stjornarradid.is/efst-a-baugi/frettir/stok-frett/2022/12/05/Gott-ad-eldast-adgerdaaaetlun-um-thjonustu-vid-eldra-folk/

Verkefnið hefur hlotið heitið Gott að eldast

 

December 6th, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments

Aðdragandi og stofnun félagsins og starfsemin í 30 ár.

Aðdragandi og stofnun félagsins og starfsemin í 30 ár.

Það var snemma vors árið 1992, nánar tiltekið 4. maí, sem boðað var til almenns borgarafundar á Sauðárkróki.  Efni fundarins var stofnun félags eldri borgara á Sauðárkróki.  Á þeim fundi var kosin undirbúningsnefnd  þar sem Ingvar Gýgjar Jónsson var kosinn formaður ásamt þeim Sæmundi Hermannssyni og Halldóri Þ. Jónssyni.

Stofnfundur félagsins var svo haldinn í Safnahúsinu 29. september 1992.
Ingvar Gýgjar setti fundinn, fundarstjóri kosinn Halldór Þ.  Jónsson og ritari Rögnvaldur Gíslason.  Ingvar Gýgjar greindi frá störfum nefndarinnar.  75 manns höfðu þegar skráð sig sem stofnfélaga.  Þá voru lögð fram og samþykkt lög fyrir félagið í mörgum köflum og ótal liðum.
Áður mun hafa starfað undirbúningsnefnd. Óvíst hverjir voru í henni.

Stjórn félagsins:

Í fyrstu stjórn félagsins voru kosnir:
Sæmundur Hermannsson, formaður.
Sigurlaug Gunnarsdóttir,
Sigmundur Pálsson,
Kári Steinsson,
María Hansen.

Varastjórn:
María Sveinsdóttir,
Þóra Friðjónsdóttir,
Friðrik J. Friðriksson.

Endurskoðendur:
Rögnvaldur Gíslason,
Erla Einarsdóttir.

Nefndir og starfshópar:

Á fundi 13.nóvember 1992 skipaðar: Bygginganefnd, fjáröflunarnefnd, félagsmálanefnd, ferðanefnd og húsnefnd. Árgjald var í byrjun 1000.-kr.
Aðstaða F.E.B.S. var fyrstu 8 árin á Sjúkrahúsinu, í félagsaðstöðunni niðri. Sjúkrahúsið mun hafa séð um veitingar, en félagið fært þeim ýmsa eldhúsmuni í staðinn.
18.febrúar 1999 flyst starfsemi F.E.B.S. í Félagsheimilið Ljósheima og er þar fram að áramótum 2008-2009.  2.febrúar er flutt í ,,Hús frítímans“

LOGO félagsins er hannað af Guðmundi Márussyni

Formenn frá stofnun félagsins:
Sæmundur Hermannsson 1992 – 1996
Fjóla Þorleifsdóttir 1996 – 2000
Guðmundur Márusson 2000 – 2005
Helga Bjarnadóttir 2005 – 2008
Guðmundur Márusson 2008 – 2010
Inga Valdís Tómasdóttir 2010 – 2015
Birgitta Pálsdóttir 2015 – 2019
Helga Sigurbjörnsdóttir 2019 – 2021
Stefán Arnar Steingrímsson 2021 – 2023

Stjórn FEBS 2022-2023:
Formaður: Stefán Arnar Steingrímsson
Varaformaður: Ingunn Ásdís Sigurðardóttir
Ritari: Ásta Pálína Ragnarsdóttir
Gjaldkeri: Steinunn Hjartardóttir
Meðstjórnandi: Ásta Kristín Sigurbjörnsdóttir

Varamenn: Magnús Óskarsson, Björn Björnsson og Stefanía Stefánsdóttir

Eru félagar í FEBS núna í október 2022 um 350 manns.

Sönghópurinn:
Árið 1995 kom hugmynd frá Kára Steinssyni um að stofna ,,Sönghóp eldri borgara“.  Varð hann síðan formlega stofnaður 22. mars 1996 og varð það og er merkur þáttur í starfi eldri borgara.   Varð Kári Steinsson jafnframt fyrsti formaður.
Logo félags eldri borgara, sem hannað var af Guðmundi Márussyni,  var staðfært að Sönghópnum sem eigið lógó.

Formenn sönghópsins frá stofnun:
Kári Steinsson 1996 – 1997
Árni Blöndal 1997 – 2006
Sigurlaug G. Gunnarsdóttir 2006 – 2009
Jóhanna Jónasdóttir 2009 – 2011
Þorbergur Skagfjörð Jósepsson 2011 – 2013
Þorbjörg E. Gísladóttir 2013 – 2016
Snæbjörn Guðbjartsson 2016 – 2022
Ragnheiður Guðmundsdóttir 2022 -2024

Kórstjórn og  stjórnandi 2022-2023:
Formaður kórstjórnar er Ragnheiður Guðmundsdóttir, varaformaður Magnús Sverrisson, gjaldkeri Þórey Helgadóttir og ritari Ásta Pálína Ragnarsdóttir.
Meðstjórnandi er Valgeir Kárason.

Kórstjórnandi er Rögnvaldur Valbergsson.

Núna í október árið 2022 eru skráðir félagar í Sönghópnum um 38 og meðalmæting á æfingar 28-30.

Breytingar á lögum félagsins.

Félagið hét í upphafi Félag eldri borgara á Sauðárkróki. Breytt í Félag eldri borgara í Skagafirði á aðalfundi 23.maí 1993, skammstafað F.E.B.S.  Einnig að kosið skyldi á aðalfundi í stjórn nokkurra nefnda.  Á aðalfundum 17. apríl 1997 og 12. apríl 1999 voru gerðar lagfæringar á lögunum og nefndum fækkað og á aðalfundi 15. apríl 2002 voru felld út tímatakmörk á setu í stjórn.
Þannig að að nú er aðeins kosið í tvær nefndir, Ferðanefnd og Íþróttanefnd.

Á aðalfundi 14.03.2022 voru svo lög félagsins endurskoðuð og ýmsu breytt og lagfært til að mæta tækni nútímans.  Var það frekar orðalag heldur en breyting á lögunum sjálfum. Aðeins var tekið út úr 1. kafla 2. greinar b. lið hvað varðaði byggingu þjónustuíbúða aldraðra í Skagafirði.

Starfsemin:

Dagskrá: Dagskrá hvers starfsárs er ákveðin að hausti. Send er út auglýsing í Sjónhorninu í byrjun sept. hvert ár með dagskrá til áramóta og aftur er auglýst um áramót þar sem dagskrá til vors er kynnt.

Umsjónaraðilarnir með starfseminni á Löngumýri auglýsa sömuleiðis  og Hofsósingar auglýsa sína starfsemi.

Félagsgjald: Er nú í október 2022 kr. 3000.-

Stuðningsaðilar:
Árið 2007 gaf Kaupfélag Skagfirðinga kr. 10.000.000.- milljónir til uppbyggingar á félags og tómstundaaðstöðu fyrir eldri borgara í Skagafirði. 6 milljónum hefur verið varið í hús- og eldhúsbúnað í Hús frítímans. 4 milljónir stóðu þá eftir og hafa verið nýttar til að kaupa ýmsan búnað fyrir félagsstarfsemina.  Einnig hafa Kaupfélag Skagfirðinga, SSNV, Arion banki,  Skagafjörður og Akrahreppur stutt rekstur félagsins fjárhagslega.  Þá hafa félaginu borist góðar gjafir bæði frá fyrirtækjum, félagasamtökum og einstaklingum og ber að þakka það.

Þá ber ekki síst að nefna það að Sveitarfélagið Skagafjörður gerði samstarfssamning við Félag eldri borgara í Skagafirði til tveggja ára þann 7. nóvember 2019 sem var svo endurnýjaður 29. september 2021, aftur til tveggja ára.  Með þessum samstarfssamningi veitir Sveitarfélagið FEBS fjárhagsstuðning vegna starfseminnar hér á Sauðárkróki, á Löngumýri og Hofsósi.  Má þar meðal annars nefna að félagið hefur aðgang að Húsi Frítímans a.m.k. 14 klukkutíma á viku. Var þessi stuðningur í formi húsaleigu og fleira fyrir árið 2021 samtals kr. 6.175.000.

Lesið á 30 ára afmæli félagsins í Ljósheimum 17. október 2022.

November 13th, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments

Dagskrá Félags eldri borgara í Skagafirði til áramóta 2022,

Hér má sjá dagskrána okkar til áramóta 2022.  Einnig hefur þessi dagskrá
verið færðinn á flipann “dagskrá” sem hægt er að finna með því að færa
músina yfir “starfið” hér efst á síðunni.

          Félag eldri borgara í Skagafirði.
         Samkomur eldri borgara til áramóta 2022
í Húsi frítímans –  hefjast kl. 13.00

September:  Kl. 13 – 16

12. mánudagur – Félagsvist
15. fimmtudagur – Spil
19. mánudagur –  Bingó
21.  fimmtudagur – Spil
26. mánudagur – Félagsvist
29. fimmtudagur – Spil

Október:  Kl. 13 – 16

3. mánudagur – Bingó
6. fimmtudagur – Spil
10. mánudagur – Félagsvist
13. fimmtudagur – Spil
17. mánudagur – Haustfundur – 30 ára afmæli
20. fimmtudagur – Spil
24. mánudagur – Félagsvist
27.fimmtudagur – Spil
31. mánudagur – Bingó

Nóvember:  Kl.  13 – 16

3. fimmtudagur – Spil
7. mánudagur – Félagsvist
10. fimmtudagur – Spil
14. mánudagur – Bingó
17. fimmtudagur – Spil
21.  mánudagur – Félagsvist
24. fimmtudagur – Spil
28. mánudagur – Bingó

Desember: Kl. 13 – 16
1. fimmtudagur – Spil
5. mánudagur – Félagsvist
8. fimmtudagur – Spil
12. mánudagur – Jólafundur
15. fimmtudagur – Bingó

Annað:

Handavinna og föndur:  Miðvikudaga í Húsi frítímans  kl. 12.00 – 16.00.  Jóna og Helga taka vel á móti ykkur.  Hefst 28. september.

Leikfimi:  Mánudaga og miðvikudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 11.00.  Guðrún Helga þjálfar.  Hefst 12. september.  Skráið ykkur hjá Ástu  R. í síma 862-6167.

Boccia:  Þriðjudaga og fimmtudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 12.00.  Hefst 13. september.

Pílukast:  Þriðjudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 12.00.

Jóga:  Föstudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 11.00. Sigríður H. Sveinsdóttir stýrir jóga fyrir 60+. Hefst  16. september.   Skráið ykkur hjá Ingunni í síma 863-5245 eða Sigríði í síma 879-7075.

Spjaldtölvu- og snjallsímaleiðsögn: Í Húsi frítímans.  Skráning hjá Steinunni í síma 898-6632.  Bendum einnig á auglýsingu í Sjónhorninu 31. tbl. 2022 um ókeypis námskeið í tölvu- og miðlalæsi fyrir 60+  í Farskólanum.

Samvera á Löngumýri:  Verður auglýst síðar í Sjónhorninu.

Leshópur:  Miðvikudaga á Bókasafninu kl. 10.30 – 11.30.

Gönguhópur:  Mánudaga og fimmtudaga kl. 11.00.  Mæting við Vallarhúsið á íþróttavellinum.

Íþróttahúsið:  Á fimmtudögum kl. 12.00 – 13.00.  Badminton, ringó, eða önnur hreyfing eftir getu.  Áhugasamir hafi samband við Ástu R. í síma 862-6167.  Einnig er eldri borgurum heimilt að ganga hringinn uppi í Íþróttahúsinu mánudaga til fimmtudaga kl. 11.20 -12.00.

Kórinn:  Æfingar í Ljósheimum á miðvikudögum kl. 15.00 – 17.00.  Nýir félagar velkomnir.  Upplýsingar veita Ragnheiður í síma 868-1875, Ásta R. í síma 862-6167 og Þórey í síma 895-8078.
Hefst 21. september.

Skákæfingar:  Eldri borgarar eru boðnir velkomnir á skákæfingar hjá Skákfélaginu í Safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 20.00

Útskurður:  Í Árskóla (smíðastofu) þriðjudaga kl. 16.00 – 18.00.  Uppl. hjá Ástu R. í síma 862-6167.

Dans:  Steinunn Arnljótsdóttir verður í Ljósheimum á þriðjudögum kl. 20.00 – 21.00 með línudans og svo strax á eftir, kl. 21.00 – 22.00, með gömlu dansana.  Áhugasamir hafi samband við Steinunni í síma 846-9014.

Golf:  Eldri borgarar eru boðnir velkomnir til að pútta í Húsi Golfklúbbs Sauðárkróks, Borgarflöt 2,  Sauðárkróki, mánudaga og miðvikudaga kl. 10.30 – 12.00.    Hefst 3. október.  Uppl. hjá Sigurjóni í síma 663-0844

Heimavist FNV:  Hádegishlaðborð virka daga,  kr. 1.700,-

Mörg fyrirtæki á Sauðárkróki og í Skagafirði veita félögum í FEBS afslátt af veitingum, vörum og þjónustu.  Upplýsingar eru í afsláttarbók LEB og í appinu „Torgið“.  Munið að spyrja um afsláttinn og sýnið félagsskírteini FEBS.

Öldrunarþjónusta Skagafjarðar:  Upplýsingar veitir Stefanía Sif Traustadóttir í síma 455-6000.

Þessi dagskrá er háð þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru á hverjum tíma.  Við erum öll almannavarnir!!  ATH: Bílastæði eru einnig austan við Hús frítímans – þá er ekið inn á planið sjávarmegin. Geymið auglýsinguna!! 😊  Allir eldri borgarar eru velkomnir í Hús frítímans.

Minnum á heimasíðuna okkar:  febskagafirdi.is og Facebook síðu félagsins:  Félag eldri borgara í Skagafirði.

 

November 6th, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments
Go to Top