Akureyrarferð á Þrek og tár.

Farið var frá N1 á Sauðárkróki kl. 16:00 og frá Varmahlíð kl. 16:30 þann  17. febrúar 2024.

Tónleikarnir byrjuðu kl. 20:30.  Fyrir þá áttum við pantaðan mat á veitingarstaðnum Vitanum um kl. 18:00.  Þar fengum við mjög góðan mat, lambakjöt og kjúkling ásamt góðu meðlæti og svo kaffi.  Kl. 20:00 vorum við komin upp í Hof en tónleikarnir voru þar í sal sem Hamar heitir, sungin voru lög sem flutt voru af Erlu Þorsteins og Hauki Morteins hér áður fyrr.  Undirleik önnuðust flottir strákar og sungin af góðum söngvurum.  Hulda Jónasar var með þetta á sínum snærum og gaf okkur afslátt af miðum en við vorum 43 í ferðinni.

Þá var komið að heimferð rúmlega kl. 11:00 um kvöldið og hún byrjaði bara vel að vísu var töluverð hálka, en þegar við komum í Blönduhlíðina var bara glæra og rútan lenti þversum á veginum, sem betur fór höfðum við góðan bílstjóra.  Hann pantaði strax sanddreifingartæki sem við þurftum að bíða töluvert eftir, en það dreifði síðan sandi alla leið út á Krók.  Þangað vorum við komin um þrjúleitið um nóttina heil eftir annars góða ferð.

Gísli Rúnar Jónsson var bílstjóri, það bjargaði ábyggilega miklu.

Kristín B. Sveinsdóttir