Spilahópur FEBS:
Eldri borgarar spila í Húsi frítímans á mánudögum og fimmtudögum frá hausti og fram á vor. Bridgespilarar – keppnismenn – spila af mikilli list og sagnagleði. Félagsvistin er alltaf jafn vinsæl, ótrúlega skemmtileg segja spilarar. Þar eru slagir taldir og verðlaun veitt fyrir flesta slagi hjá konum og körlum.
Þá hafa bridgespilarar spilað líka á föndurdögunum á miðvikudögum og verið í nyrðri hluta salarins.
Bingó er annan hvern mánudag á móti félagsvistinni. Ótrúlega skemmtilegur leikur og þar er líka unnið til verðlauna.
Gamla góða vistin er líka alltaf vinsæl, og ásinn er lægstur í Nóló.
Frá upphafi hafa spilin verið máttarstólpinn í afþreyingunni, spilin hafa verið vel sótt og oft slegið á létta strengi.