Aðdragandi og stofnun félagsins:

Stofnfundur félagsins var haldinn í Safnahúsinu 29. september 1992. Ingvar Gýgjar Jónsson var formaður undirbúningsnefndar, kosinn til þess á almennum borgarafundi 4. maí 1992 –  ásamt þeim Sæmundi Hermannssyni og Halldóri Þ. Jónssyni.

Ingvar Gýgjar setti fundinn, fundarstjóri kosinn Halldór Þ. Jónsson, ritari Rögnvaldur Gíslason.

Ingvar Gýgjar greindi frá störfum nefndarinnar. 75 manns höfðu þegar skráð sig sem stofnfélaga.

Þá voru lögð fram og samþykkt lög fyrir félagið í mörgum köflum og ótal liðum.

Áður mun hafa starfað undirbúningsnefnd. Óvíst hverjir voru í henni.

 

 

Stjórn félagsins:

Í fyrstu stjórn félagsins voru kosin:

Sæmundur Hermannsson, formaður, Sigurlaug Gunnarsdóttir, Sigmundur Pálsson, Kári Steinsson, María Hansen.

Varastjórn:    María Sveinsdóttir, Þóra Friðjónsdóttir, Friðrik J. Friðriksson.

Endurskoðendur:   Rögnvaldur Gíslason, Erla Einarsdóttir.

Félagið hét í upphafi Félag eldri borgara á Sauðárkróki.
Breytt í Félag eldri borgara í Skagafirði á aðalfundi 23. maí 1993. F.E.B.S.

 

Félagsgjald: kr. 2.000.-

 

Dagskrá: Dagskrá hvers starfsárs er ákveðin að hausti. Send er út auglýsing í Sjónhorninu í byrjun sept. hvers árs með dagskrá til áramóta og aftur er auglýst um áramót þar sem dagskrá til vors er kynnt.
Umsjónaraðilarnir með starfseminni á Löngumýri auglýsa sömuleiðis  og Hofs­ósingar auglýsa sína starfsemi.

 

Nefndir og starfshópar:

Á fundi 13. nóvember 1992 skipaðar: Bygginganefnd, fjáröflunarnefnd, félagsmálanefnd, ferðanefnd og húsnefnd. Árgjald er í byrjun 1.000.- kr.

Aðstaða F.E.B.S. var fyrstu 8 árin á Sjúkrahúsinu, í félagsaðstöðunni niðri. Sjúkrahúsið mun hafa séð um veitingar, en félagið fært þeim ýmsa eldhúsmuni í staðinn. 18. febrúar 1999 flyst starfsemi F.E.B.S. í Félagsheimilið Ljósheima og er þar fram að áramótum 2008-2009. 2. febrúar er flutt í ,,Hús Frítímans“.

 

LOGO félagsins er hannað af Guðmundi Márussyni

 

Sönghópurinn:

1995 kom hugmynd frá Kára Steinssyni um að stofna ,,Sönghóp Eldri borgara“, það varð og er merkur þáttur í starfi eldri borgara.

Kórstjórn og  stjórnandi:

Formaður kórstjórnar er Snæbjörn Guðbjartsson, með honum í stjórn Sigurður Ingimarsson, Friðbjörg Vilhjálmsdóttir, Þorbergur Skagfjörð Jósefsson, Lára Angantýsdóttir.
Núverandi stjórnandi er Rögnvaldur Valbergsson.

 

Stuðningsaðilar:

Árið 2007 gaf Kaupfélag Skagfirðinga kr. 10.000.000.- tíumilljónirkróna oo/1oo – til uppbyggingar á félags- og tómstundaaðstöðu fyrir eldri borgara í Skagafirði.   Sex milljónum hefur verið varið í hús- og eldhúsbúnað í Hús Frítímans. Fjórar milljónir eiga að standa eftir.

Sveitarfélagið Skagafjörður og Akrahreppur hafa einnig stutt okkur fjárhagslega.

ÞAÐ SEM FEB KEYPTI Í HÚS FRÍTÍMANS:

100 stólar – blátt áklæði – bæði m.örmum og án arma

20 stk borð 80×80   –   6 stk borð 120×80   –   2 stk há hringborð

Gufugleypir – örbylgjuofn – Expresso kaffivél – kæliskápur

keramikhelluborð – bakarofn – uppþvottavél – eldhúsinnrétting

Samtals. kr. 5.798.882,-

Í febr. 2012 var keypt vatnsvél og gáfum við hana í Hús Frítímans,  kr. 186.000.-

 

Eignir Félags eldri borgara 1. apríl 2015:

  1. Píanó – geymt í Húsi Frítímans
  2. Hátalarakerfi  – geymt í skápnum okkar  (selt 2014 Bigga)
  3. 10 spilaborð  – geymd í Húsi Frítímans
  4. 1 grind undir spilaborðin – í Húsi Frítímans
  5. Tæki f.Bókband – geymt í Húsi Frítímans og Melsgili
  6. Tæki  glervinnslu –  geymt hjá Helgu Sigurbj.
  7. Botssíusett  – geymt í Íþróttahúsi – gamla Barnaskóla
  8. Manntafl  – í Húsi Frítímans
  9. Sjónvarpsskápur, gjöf frá Lionsklúbbi – í Húsi Frítímans
  10. 2 kertastjakar hvítir – í Húsi Frítímans
  11. 2 skrifstofuskápar – í Húsi Frítímans
  12. Míkrófónn m.sendi  í tösku – í notkun í Húsi Frítímans
  13. 7 sagnabox fyrir bridge – í Húsi Frítímans
  14. 4 skjalatöskur fyrir form., gjaldkera, ritara, ferðanefnd.