Aðalfundur Félags eldri borgara í Skagafirði fyrir starfsárið 2016 var haldinn í Húsi frítímans fimmtudaginn 6.apríl 2017.
Þar fóru fram venjuleg aðalfundarstörf, fluttar skýrslur nefnda og stjórnar- og nefndarkosningar.
Stjórn næsta starfsárs skipa:
Birgitta Pálsdóttir formaður
Helga Sigurbjörnsdóttir varaformaður
Engilráð M. Sigurðardóttir gjaldkeri
Guðmundur Pálsson ritari
Kristján Óli Jónsson meðstjórnandi
Varamenn:
Sigrún Angantýsdóttir
Ásta Sigurbjörnsdóttir
Stefán Steingrímsson

Skoðunarmenn reikninga:
Margrét Guðvinsdóttir og Friðbjörg Vilhjálmsdóttir
Til vara: Inga Valdís Tómasdóttir

Ferðanefnd:
Helga Sigurbjörnsdóttir formaður
Björn Bjarnason, Kristín Helgadóttir, Helgi Dagur Gunnarsson.
Varamaður: Sigfús Helgason.
Íþróttanefnd:
Elsa J. Elíasdóttir, Herdís Þórðardóttir, Kristján Óli Jónsson.

Ferðanefndin skipuleggur 2-3 dagsferðir á hverju ári.

Íþróttanefndin sér um og skipuleggur hreyfingu og afþreyingu fyrir félagsmenn. M.A. er í boði leikfimi og boccia í Húsi frítímans og gönguhópur á íþróttavellinum.
Sönghópurinn kemur saman hvern miðvikudag yfir vetrartímann, æfir og heldur nokkra tónleika á ári hverju.
Starfsemi félagsins hefur þróast í áranna rás, og er vetrarstarfið í nokkuð í föstu formi. Félagsvist,spil, bingó og bridge spila þar stóran þátt.
Starfsemi félagsins fer að mestu fram í Húsi frítímans. Einnig er þó skipulögð starfsemi í Höfðaborg og Löngumýri.
Landsfundur L.E.b. var haldinn í Hafnarfirði 23.-24.maí 2017.
Formaður og varaformaður sóttu fundinn.
Nýr formaður var kosinn Þórunn Sveinbjörnsdóttir og kemur hún úr Reykjavíkurfélaginu. Aðrir í stjórn:
Sigurður Jónsson, varaformaður f.e.b. Suðurnesjum
Sigríður J. Guðmundsdóttir, gjaldkeri f.e.b. Selfossi
Elísabet Valgeirsdóttir, meðstjórnandi f.e.b. Hafnarfirði
Haukur Halldórsson, meðstjórnandi f.e.b. Akureyri
Varastjórn skipa:
Baldur Þór Baldursson. F.e.b. Kópavogi
Guðrún María Harðardóttir, f.e.b. Borgarnesi
Erna Indriðadóttir, f.e.b. Reykjavík

Á fundinum var kosin sérstök laganefnd sem skal fara yfir og endurskoða lög félagsins og skal þeirri vinnu vera lokið fyrir vor 2018, en þá hefur verið boðað til auka-landsfundar.