Við fórum að venju af stað frá Ábæ klukkan 10. þann 23. september. Urðum að hætta við að aka Lágheiði vegna slæms færis, þannig að Siglufjarðarleiðin var farin. Stebbi Steingríms tók að sér leiðsögn til Sigló, en þar var gert smá pissustopp. Þaðan keyrðum við rakleitt til Ólafsfjarðar; og þar var hið frábæra fuglasafn skoðað. Næsti áfangi var Safnahúsið Hvoll á Dalvík, og síðan settumst við inn á veitingastaðinn Gísla Eirík og Helga, þar sem snædd var hin ágætasta fiskisúpa. Eldri borgarar á Dalvík buðu okkur að koma í sitt samkomuhús, þar sem við fengum kaffi og ágætis móttökur. Þaðan ókum við hringinn í Svarfaðardalnum með viðkomu á Völlum, en þar var enginn við í sveitarbúðinni. Nú ókum við rakleitt aftur til Ólafsfjarðar, þar sem eldri borgarar á staðnum tóku á móti okkur í aðstöðuhúsi sínu með kaffisopa. Klukkan sex komum við á Hótel Sigló og nutum þar fínasta kvöldverðar. Heim var svo haldið um átta leytið. Tókst þessi ferð að öllu leyti vel.
Þátttakendur voru fjörutíu og fjórir. Gísli Rúnar Jónsson var bílstjóri að vanda, en Birgitta Pálsdóttir leiðsögumaður ásamt Stefáni Steingrímssyni.
Læt ég hér staðar numið. Þórey Helgadóttir ritari
Leave A Comment