Nú þegar kórónufaraldurinn er að syngja sitt síðasta (vonandi) ætlum við að bjóða upp á ,,hitting“ í bingó, spjalli, kaffi og með því mánudagana 11., 18. og 25. maí í Húsi frítímans. Vegna tilmæla um að halda tvo metra milli einstaklinga gengur ekki upp að bjóða uppá brids né félagsvist. Föndurfólk getur sótt sína muni 11. maí. Minnum á göngu á íþróttavellinum alla mánudaga og fimmtudaga kl. 9:00 og 13:00 með kaffisopa og spjalli í Vallarskúrnum eftir gönguna. Sjáumst sem flest!