Helga var mjög virk í félagsmálum og fékk verðskulduð samfélagsverðlaun sveitarstjórnar Skagafjarðar á árinu 2020.

Hún var formaður Félags eldri borgara í Skagafirði, FEBS, er hún lést, en hafði áður verið starfandi í nefndum og sem formaður t.d. ferðanefndar í mörg ár. Helga vann fyrir FEBS af sannri trúmennsku og alltaf tilbúin að bæta á sig störfum fyrir félagið, og fyrir það er af einlægni þakkað. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur.

Við kveðjum Helgu með virðingu og þökk. Blessuð veri ætíð minning hennar.

Fyrir hönd Félags eldri borgara Skagafirði,

Stefán  Steingrímsson.