Stofnuð hefur verið Facebook-síða fyrir Félag eldri borgara í Skagafirði. Þessi síða er fyrir skoðanaskipti félagsmanna. Þar munu koma inn skilaboð frá stjórn og getur hver sem er, sem orðinn er vinur á síðunni, skrifað sín skilaboð og sett inn myndir. Vonandi gengur þetta vel og verður félagsmönnum til góðs og upplýsingastreymi verði fljótlegra og betra. Þó verða upplýsingar um starfsemi félagsins áfram birtar í Sjónhorninu. Sláið inn á Facebook “Félag eldri borgara í Skagafirði” og fylgist með því sem þar fer fram og takið þátt í því.
Leave A Comment