Á aðalfundi félagsins þann 18. mars 2021 var einróma samþykkt að gefa peninga í söfnun fyrir nýjum líkbíl hér á Sauðárkróki.
Hér er Stefán A. Steingrímsson, formaður FEBS, í haust, að færa formanni Sóknarnefndar, Ingimari Jóhannssyni, gjafarbréf að upphæð kr. 500.000,- frá félaginu.