Forsíða2021-02-08T20:32:08+00:00

Facebook-síða fyrir félagsmenn.

Stofnuð hefur verið Facebook-síða fyrir Félag eldri borgara í Skagafirði.  Þessi síða er fyrir skoðanaskipti félagsmanna. Þar munu koma inn skilaboð frá stjórn og getur hver sem er, sem orðinn er vinur á síðunni, skrifað sín skilaboð og sett inn myndir. Vonandi gengur þetta vel og verður félagsmönnum til góðs og upplýsingastreymi verði fljótlegra og betra.  Þó verða upplýsingar um starfsemi félagsins áfram birtar í Sjónhorninu.   Sláið inn á Facebook “Félag eldri borgara í Skagafirði” og  fylgist með því sem þar fer fram og takið þátt í því.

February 8th, 2021|Categories: Uncategorized|0 Comments

Fræðslufundur á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar 2021 kl. 13.00-15.00

Velferð eldri borgara – fræðslufundur á RÚV

Fræðslufundur ÖÍ – Öldrunarráðs Íslands og LEB – Landssambands eldri borgara, á RÚV.

Hverjar eru áskoranir eldri borgara og hvernig er hægt að eiga innihaldsríkt líf alla ævi?

Öldrunarráð Íslands og LEB – Landssamband eldri borgara standa fyrir fræðslufundinum, Velferð eldri borgara, á RÚV  þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00, þar sem víðtæk fræðsla og upplýsingamiðlun verður höfð að leiðarljósi.

ÖÍ hefur árlega staðið fyrir ráðstefnu um málefni sem varða eldri borgara. Á kórónuveirutímanum hefur ekki verið hægt að halda slíka ráðstefnu. En ÖÍ lét ekki fallast hendur heldur ákvað í samvinnu við LEB – Landssamband eldri borgara að finna leið til að ná til breiðs hóps þeirra sem eru komnir af léttasta skeiði,; hóps sem er orðinn fimmtungur þjóðarinnar og fer stækkandi.

Úr varð að halda fræðslufund í samstarfi við RÚV. Þar með gafst einstakt tækifæri til að tengjast eldri borgurum um allt land, þar sem samkomutakmörk og fjarlægðir setja engin takmörk. Það er von ÖÍ, LEB og RÚV að fræðslufundurinn nái til sem flestra eldri borgara og aðstandenda þeirra.Enda er dagskrá fræðslufundarins einstaklega fróðleg og áhugaverð.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, flytur opnunarávarp. Fundarstjóri er Jórunn Frímannsdóttir, formaður Öldrunarráðs Íslands.

Fræðlufundurinn byggist upp á fjölbreyttum erindum fólks sem hefur látið málefni eldra fólks sig varða á ýmsum sviðum samfélagsins:

  • Berglind Magnúsdóttir, skrifstofustjóri öldrunarmála á Velferðarsviði Reykjavíkurborgar: Frá því að þörf skapast fyrir þjónustu – Þjónustukeðjan. 
  • Halldór S. Guðmundsson, framkvæmdastjóri öldrunarheimila Akureyrar, dósent HÍ: Velferðartækni – tengsl og traust. 
  • Benedikt Jóhannesson, tryggingastærðfræðingur: Nýtum allar vinnufúsar hendur og heila. 
  • Bjarni Karlsson, sálgætir og siðfræðingur: Er elli innri maður? 
  • Pálmi V. Jónsson, yfirlæknir, öldrunarlækningadeild Landspítala, prófessor í öldrunarlækningum, læknadeild Háskóla Íslands: Heilsufar á efri árum og umbætur í öldrunarþjónustu. 
  • Ólöf Guðný Gerisdóttir, næringarfræðingur og dósent HÍ: Matur og hreyfing – undirstaða heilbrigðis. 
  • Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður LEB: Lifum lífinu lifandi.

 

Í lokin stýrir Jórunn Frímannsdóttir pallborðsumræðum með þeim Halldóri, Ólöfu Guðnýju, Pálma og Þórunni.

 

 

Verið stillt á RÚV þriðjudaginn 9. febrúar kl. 13.00 – 15.00!

 

 

February 8th, 2021|Categories: Uncategorized|0 Comments

Dagskrá Félags eldri borgara í Skagafirði til vors 2021.

Hér má sjá dagskrá okkar til vors 2021.  Einnig hefur þessi dagskrá verið færð inn á flipann “dagskrá” sem hægt er að finna ef músin er færð yfir “starfið” hér efst á síðunni.

Félag eldri borgara í Skagafirði.
Samkomur eldri borgara til vors 2021
í Húsi frítímans  – hefjast kl. 13.00

Janúar
25. mánudagur – bingó
28. fimmtudagur – spil

Febrúar
1.  mánudagur – félagsvist
4.  fimmtudagur – spil
8.  mánudagur – bingó
11. fimmtudagur – spil
15. mánudagur – félagsvist
18. fimmtudagur – spil
22. mánudagur – bingó
25. fimmtudagur – spil

Mars
1.  mánudagur – félagsvist
4.  fimmtudagur – spil
8.  mánudagur – bingó
11. fimmtudagur – spil
15. mánudagur – félagsvist
18. fimmtudagur – Aðalfundur
22. mánudagur – bingó
25. fimmtudagur – spil

Apríl
8.  fimmtudagur – spil
12. mánudagur – bingó
15. fimmtudagur – spil
19. mánudagur – félagsvist
26. mánudagur – bingó
29. fimmtudagur – spil

Maí
3.  mánudagur – spil
6.  fimmtudagur – spil
10. mánudagur -spil
13. fimmtudagur – Dagur aldraðra
17. mánudagur – spil
20. fimmtudagur – spil

Leshópur:  Dagsetning auglýst síðar.

Leikfimi: Mánudaga kl. 9.45 og miðvikudaga kl. 10.00 í Húsi frítímans.  Guðrún Helga þjálfar.  Skráið ykkur hjá Herdísi í síma 846-9301 og Ástu í síma 862-6167.

Boccía:  Í Húsi frítímans kl. 10-12 á þriðjudögum og fimmtudögum.

Pílukast:  Í Húsi frítímans kl. 10-12 á miðvikudögum.

Gönguhópurinn:  Mánudagar og fimmtudagar kl. 11.00.  Mæting við Vallarhúsið á íþróttavellinum.

Kórinn:  Æfingar í Ljósheimum á miðvikudögum kl. 15-17.  Nýir félagar velkomnir.  Upplýsingar veita Krummi í síma 848-8327, Ásta R. í síma 862-6167 og Dísa í síma 898-6956.

Skákæfingar:  Eldri borgarar eru boðnir velkomnir á skákæfingar hjá Skákfélaginu í Safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 20.00.

Útskurður:  Hefst 2. febrúar  kl. 16-18 í Árskóla (smíðastofu).  Námskeið auglýst síðar.  Upplýsingar hjá Ástu R. í síma 862-6167.

Samvera á Löngumýri:  Dagsetning auglýst síðar.

Handavinna og föndur:  Í Húsi frítímans byrjar miðvikudaginn 27. janúar kl. 12-16.  Jóna og Helga taka vel á móti ykkur.

Spjaldtölvunámskeið:  Hefst föstudaginn 22. janúar kl. 10.00.  Skráning hjá Kristínu í síma 866-3336.

Matur á Hard-wok Cafe:  15% afsláttur af heildarreikningi.  Auka 10% af tilboðum.

Heimavist FNV:  Hádegishlaðborð virka daga kr. 1.500.

Dagdvöl aldraðra:  Dagdvöl í Skagafirði er ætluð öldruðum einstaklingum og er markmið hennar að bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst á eigin heimili, þrátt fyrir hækkandi aldur og skerta færni.  Upplýsingar veitir Stefanía Sif Traustadóttir í síma 453-5909 eða 692-5909.

Allir eldri borgarar eru velkomnir í Hús frítímans.
ATH.  Bílastæði eru einnig austanmegin við Hús frítímans, keyrt inn á planið sjávarmegin.

MUNUM AÐ VIÐ ERUM ÖLL ALMANNAVARNIR !!!

 

January 30th, 2021|Categories: Uncategorized|0 Comments

Gleðileg jól og farsælt komandi ár.


Félag eldri borgara í Skagafirði óskar félagsmönnum sínum og öðrum Skagfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Hittumst hress.

Stjórnin er alltaf tilbúin að veita aðstoð.

Stefán Steingrímsson        sími 860-2108
Kristín Helgadóttir             sími 866-3336
Steinunn Hjartardóttir      sími 898-6632
Magnús Óskarsson            sími 453-5368

December 21st, 2020|Categories: Uncategorized|0 Comments

Helga Sigurbjörnsdóttir, formaður, lést 01.11.2020.

Helga var mjög virk í félagsmálum og fékk verðskulduð samfélagsverðlaun sveitarstjórnar Skagafjarðar á árinu 2020.

Hún var formaður Félags eldri borgara í Skagafirði, FEBS, er hún lést, en hafði áður verið starfandi í nefndum og sem formaður t.d. ferðanefndar í mörg ár. Helga vann fyrir FEBS af sannri trúmennsku og alltaf tilbúin að bæta á sig störfum fyrir félagið, og fyrir það er af einlægni þakkað. Aðstandendum sendum við innilegar samúðarkveðjur.

Við kveðjum Helgu með virðingu og þökk. Blessuð veri ætíð minning hennar.

Fyrir hönd Félags eldri borgara Skagafirði,

Stefán  Steingrímsson.

December 11th, 2020|Categories: Uncategorized|0 Comments

Helga Sigurbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Skagafirði heiðruð.

Nýlega voru veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en þau eru veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem þykir standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag.  Þessi viðurkenning hefur verið veitt 5 sinnum og þá við setningu Sæluviku.

Helga Sigurbjörnsdóttir hlaut þennan heiður í ár, en hún er vel að honum komin.  Auk þess að vera núverandi formaður Félags eldri borgara í Skagafirði, hefur hún setið lengi í stjórn félagsins. Helga hefur verið óþreytandi í störfum sínum í þágu eldri borgara, er alltaf að hvetja aðra í kringum sig og ber hag félagsins fyrir brjósti.

Öll þau verkefni sem Helga hefur tekið að sér, hvort sem það er þjóðbúningasaumur, að stjórna stórri Dægurlagakeppni Kvenfélagsins, eða vinna fyrir samfélagið í heild, hefur hún lagt sig alla fram um að láta hlutina ganga.

Til hamingu Helga, þú áttir þetta  skilið.

October 27th, 2020|Categories: Uncategorized|0 Comments
Go to Top