Jólafundur Félags eldri borgara í Skagafirði var haldinn í Ljósheimum 19. desember síðastliðinn. Þátt tóku 59 manns með gestum og fór þessi skemmtun mjög vel fram. Séra Dalla Þórðardóttir flutti ágætis hugvekju og Agnar bóndi hennar var með hátíðaræðu, en hann fór á kostum sem kom salnum í mörg hlátursköst. Geirmundur var með nikkuna og stjórnaði fjöldasöng á milli atriða. Happdrætti, með þremur vinningum sem K.S. gaf, gerði lukku. Þrír ungir nemendur Tónlistarskólans komu  og spiluðu fyrir okkur jólalög undir stjórn Rögnvaldar. Með Geirmundi var sonardóttir hans og söng hún fyrir okkur nokkur lög.  Að síðustu var boðið upp á dans með Geirmundi. Veislustjóri var Stefán Steingrímsson.

 

Séra Dalla flytur hugvekjuAgnar með hátíðarræðuGeirmundur með sonardóttur sína

Rögnvaldur með nemendur sínaFlott veisla