Landsfundur eldri borgara, LEB, var haldinn á Hótel Sögu þ. 30.06.2020.

Fundinn sátu 123 fulltrúar.

Frá okkar FEBS sátu fundinn  Kristín Bjarney Sveinsdóttir og Kristín Björg Helgadóttir.

Alþingi felldi þá tillögu að eldri borgarar fylgi launaþróun í landinu og voru það mikil vonbrigði með forustu launasamtaka.

Félag eldri borgara í Rangárvallasýslu íhugar vantraust og jafnvel úrsögn úr LEB vegna baráttuleysis í launabaráttunni og segja að 220 þúsund útborguð laun sé vansæmd fyrir íslenska þjóð og styrkur til Gráa hersins sé alltof lágur.  Fundurinn samþykkti algjöra samstöðu með Gráa hernum og baráttu félagsins og málsókn hans gagnvart ríkinu.

Grái herinn berst fyrir mannsæmandi kjörum og virðingu allra og berst á móti skerðingu lífeyris og heimilisuppbótar.

Reykjavíkurdeildin segir að Framkvæmdmasjóður aldraðra verði að berjast fyrir hækkun á lágum launum EB.  Það þarf að líta á EB sem baráttuhóp.  Fram kom   að 45.000 eldri borgarar eru í landinu og 28.000 þeirra eru í félögum.  Samstaða þessa hóps er mjög mikilvæg.

Það þarf að opna umræðu um ofbeldi gagnvart öldruðum í þjóðfélaginu, bæði líkamlegu og fjárhagslegu.  Rætt var um að aldraðir fái réttargæslumann.

Fyrirlestrar í lokin voru frá Janusi, „heilsugúru“, þeir gerðu mikla lukku enda frábærar styrktaræfingar og hreyfiæfingar, lyfta og ganga !!!

„Þríeykinu“ þakkað fyrir að hugsa vel um aldraða og klappað fyrir þeim.

Í september er fyrirhuguð ráðstefna um einmanaleika og félagslega einangrun aldraðra, einnig baráttufundur með sveitarfélögum.

Kristín Björg Helgadóttir