Nýlega voru veitt Samfélagsverðlaun Skagafjarðar, en þau eru veitt einstaklingi, fyrirtæki, stofnun eða félagasamtökum í Sveitarfélaginu Skagafirði, sem þykir standa sig afburðavel í að efla skagfirskt samfélag. Þessi viðurkenning hefur verið veitt 5 sinnum og þá við setningu Sæluviku.
Helga Sigurbjörnsdóttir hlaut þennan heiður í ár, en hún er vel að honum komin. Auk þess að vera núverandi formaður Félags eldri borgara í Skagafirði, hefur hún setið lengi í stjórn félagsins. Helga hefur verið óþreytandi í störfum sínum í þágu eldri borgara, er alltaf að hvetja aðra í kringum sig og ber hag félagsins fyrir brjósti.
Öll þau verkefni sem Helga hefur tekið að sér, hvort sem það er þjóðbúningasaumur, að stjórna stórri Dægurlagakeppni Kvenfélagsins, eða vinna fyrir samfélagið í heild, hefur hún lagt sig alla fram um að láta hlutina ganga.
Til hamingu Helga, þú áttir þetta skilið.
Leave A Comment