Ferðanefnd félags eldri borgara í Skagafirði auglýsir skemmtiferð í Borgarfjörð dagana 3. – 5. júní n. k. Áætlaður heildarkostnaður á mann er kr. 40.000. Innifalið í verðinu eru gisting í tvær nætur, tveir morgunverðir, tveir kvöldverðir og leiðsögn auk aksturs, sem greiddur er úr sameiginlegum sjóði. Ferðaglaðir ákveði sig sem  allra fyrst eða í síðasta lagi fyrir föstudaginn 14. maí n.k. Hámarks fjöldi þátttakanda er 35 manns. Ferðin er háð því, að hún standist lög og reglugerðir um sóttvarnir. Þátttökugjald greiðist á reikning nr. 310 – 26 – 002105, kt. 5601983109 í Arion banka. Væntanlegir þátttakendur skrái sig hjá Kristínu Bjarneyju Sveinsdóttur í síma 8684443, Þóreyju Helgadóttur í  4538078, Símoni Traustasyni í 8932339 og Magnúsi Óskarssyni í 453 5368.

F.h. Ferðanefndar  Magnús Óskarsson