Breyting varð á stjórn FEBS fyrir starfsárið 2022 – 2023 þar sem Guðmundur Gunnarsson, meðstjórnandi, lést 11. maí s.l. Er Guðmundi þakkað af alhug hans fjölbreyttu störf í þágu félagsins til margra ára. Fyrsti varamaður í stjórn er Ásta Sigurbjörnsdóttir og gengur hún því upp í meðstjórnanda til næstu tveggja ára, sem var kjörtímabil Guðmundar. Á stjórnarfundi þann 27. ágúst 2022 var stjórnin sammála um að óska eftir því við Stefaníu Stefánsdóttur að hún tæki sæti sem varamaður í stjórn félagsins til eins árs og varð hún við því og er boðin velkomin til starfa.
Leave A Comment