Hér má sjá dagskrána okkar fyrir haustið 2018. Einnig hefur þessi dagskrá verið færð inn á flipann “dagskrá” sem hægt er að finna ef músin er færð yfir “starfið” hér efst á síðunni.

 

FÉLAG ELDRI BORGARA

Í  SKAGAFIRÐI.

             Samkomur eldri borgara til áramóta 2018

   í Húsi frítímans  – hefjast kl. 13.00.

Október: 

  1.  mánudagur –   félagsvist
4.  fimmtudagur – haustfundur – spil
 8.  mánudagur – bingó
11.  fimmtudagur – spil
15. mánudagur –  félagsvist
18. fimmtudagur – spil
22. mánudagur – bingó
25. fimmtudagur – spil
29. mánudagur – félagsvist

Nóvember:

 1.  fimmtudagur – spil
5.  mánudagur – bingó
8.  fimmtudagur – spil
12. mánudagur – félagsvist
15.  fimmtudagur – spil
19.  mánudagur – bingó
22. fimmtudagur – spil
26.  mánudagur – félagsvist
29.  fimmtudagur – spil

Desember:

3. mánudagur –   bingó
6. fimmtudagur – spil
10. mánudagur     félagsvist
13. fimmtudagur –  jólafundur
17. mánudagur – bingó   

Ath. Bílastæði eru einnig austanmegin við Hús frítímans, keyrt inná planið bak við  Rafsjá.

Leshópur: Miðvikudagar kl. 11.00 í Héraðsbókasafninu – Þórdís stjórnar, byrjar 26.sept.

Leikfimi: Miðvikudaga kl. 10.00 í Húsi frítímans – Guðrún Helga þjálfar, byrjar 26.sept.
Skráið ykkur hjá Herdísi í síma 864-9301.

Boccia:  Hús frítímans þriðjudaga og fimmtudaga kl. 10.00 – 12.00

Gönguhópurinn: Mánudögum og fimmtudögum kl 08.30. Mæting við Vallarhúsið á íþróttavellinum.

Kórinn: Æfingar í Ljósheimum á miðvikudögum kl. 15.00-17.00.  Nýir félagar velkomnir.
Uppýsingar veita Krummi  í síma  848-8327 ,  Bíbí í síma 453-5352 og Dísa í síma 898-6956.

Skákæfingar: Eldri borgarar eru boðnir velkomnir á skákæfingar hjá skákfélaginu í Safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 20.00.

Samvera á Löngumýri: Helga og Inda bjóða til samveru þriðjudagana 2. og 23. október 6. og 20. nóvember og litlu jól 4. desember.
Byrjum að vanda kl. 13.30.

Handavinna og föndur í Húsi frítímans – byrjar miðvikudaginn  26. september kl.12.00-15.00.  Jóna og Helga taka vel á móti ykkur.

Matur á Kaffi-Krók:
Alla virka daga í hádeginu 12.30-13.30
Hlaðborð 1500 kr
Súpa og salat 1000 kr.

Matur á Hard-wok cafe:
15% af heildar reikningi. Auka 10% af tilboðum.

Heimavist FNV: Hádegishlaðborð virka daga 1000 kr.

Dagdvöl Aldraðra:

Dagdvöl í Skagafirði er ætluð öldruðum einstaklingum og er markmið hennar að bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst á eigin heimili, þrátt fyrir hækkandi aldur og skerta færni.
Upplýsingar veitir Stefanía Sif Traustadóttir  sími 453-5909 GSM 692-5909.