Dagsferð í Hrísey:

Dagsferðin var farin 13. júní kl. 09:00 var lagt land undir hjól og ferðinni heitið í Hrísey.  Komum þangað kringum kl. 12:00, fórum þá beint í súpu með kaffi á eftir. Síðan beið vagninn góði og traktorinn eftir okkur, ók hann með okkur um Eyjuna, með leiðsögn,  var  það mjög gaman en frekar í kaldara lagi.   Ferjuna tókum við síðan í land kl. 15:00.  Áttum pantað í bjórverksmiðjunni Kalda á Ársskógströnd. Þar fengum við frásögn um verksmiðjuna og smakk á framleiðslunni í merktum bjórglösum, sem voru til eignar.  Þaðan lá leiðin út á Siglufjörð.
Þar áttum við pantað síðdegiskaffi og rabbabarapai með rjóma hjá Rauðku. Veitingum voru gerð góð skil.
Eftir það var brunað í Skagafjörðinn, fram Blönduhlíð því þar skiluðum við framfjarðarliðinu af okkur.  Á Krókinn komum við kringum kl. 19:00 um kvöldið.
Bíll og bílstjóri var frá Suðurleiðum og Gísli Rúnar sjálfur við stýrið á splunkunýrri rútu, var hann mjög góður að venju.

Færeyjar:

Á haustdögum 2017 var ákveðið að fara til Færeyja síðsumars 2018. Ákveðið var að ganga til samninga við ferðaskrifstofu Tanna Travel að ábendingu Norrænu ferðaskrifstofunnar, sem sagði að Svenni (Sveinn Sigurbjarnarson) hjá Tanna vissi mest um Færeyjar.  Þá vorum við búin að athuga með flug en sigling var betri kostur.

Ferðin var áætluð 29.ág- 4.sept og farin þá.  Áætlaður fjöldi var 50 manns, ef ekki fengist í það hér heima athuga þá í Húnavatnssýslum og Siglufirði.
Við fengum fjöldann hér heima svo við þurftum ekki að fara annað.  Þegar leið að  brottför fór að hellast úr lestinni að venju, upp komu veikindi o.fl. sem hamlaði för fólks.  Þannig að þegar upp var staðið urðum við 46 með bílstjóra, sem okkur þótti bara gott. Bílstjóri var einnig leiðsögummaður  og þekkir Eyjarnar eins og puttana á sér.

29.ág. kl. 08:00 var síðan bíll frá Tanna mættur á Ábæ/N1 og ferðalangarnir sömuleiðis. Nokkrir teknir í Vamahlíð.
Áð á Glerártorgi til að tappa af og á. Dýrindis súpa var snædd í Selhóteli í Mývatnssveit.  Áætlað að koma á Seyðisfjörð vel fyrir kl.17:00 Þar nálguðumst við farseðla og klefanúmer,  sem við útbýttum síðan í bílnum. Lögðum frá bryggju kl. 20:00 þá var framundan 18 tíma sigling.  Þeir sem gerðu ráð fyrir sjóveiki voru búin annaðhvort að taka pillu eða setja á sig plástur.  Enginn varð sjóveikur enda haggaðist skipið varla.

30. ág.  lögðum við að bryggju í Þórshöfn, sem er í daglegu tali kallað Höfn, kl.15:00.  Þegar allir voru mættir í bílinn brunuðum við og skoðuðum Kirkjubæ. Eftir það fórum við að Hótel Færeyjum í innritun og síðan í kvöldmat þar kl. 19:00.

Næsta dag 31. ág. var skoðað í búðir í Höfn þannig að við gætum gengið að því sem við hefðum áhuga á á mánudag áður en við færum í ferjuna, ef við keyptum það ekki strax. Þennan dag fórum við í Vogar og Gásadal sem er minnsta byggð í Færeyjum.

Laugardaginn 1. sept ökum við til Gjáargarðs snæðum þar dýrindis súpu og skoðuðum okkur um þ.á.m. gjána sem garðurinn /þorpið heitir eftir. Þegar við komum til Hafnar skoðuðum við Norræna húsið þeirra. Það er mjög sérkennilegt og skemmtilegt.

Sunnudag 1.  sept ökum til Klakksvíkur og förum í kirkju þar.  Þarna var þoka, hávaðarok og ausandi rigning mjög lítið skyggni svo við fórum ekki lengra. Þarna bilaði bíllinn svo við fengum aðra rútu sem flutti okkur aftur til Hafnar.  Bílstjóri fór síðan aftur og skilaði rútunni og gerði við sína. Næsta dag var hún tilbúin fyrir okkur, hann var kominn á hótelið um kl 10:00 um kvöldið með allt klárt).

Mánudagur 3.sept.  Höfn að kaupa það sem við sáum á föstudag eða annað sem hver og einn vildi.  Áttum að vera mætt í Ferjuna milli kl. 12:00  og 13:00.  Siglt kl 14:00. Fengum gott í sjóinn. Komum til Seyðisfjarðar kl. 09:00 að staðartíma. Fórum í bílinn, þá var þar mætt önnur rúta til að fara með okkur norður. Hinni var ekki treystandi þurfti meiri lagfæringar eftir bilun gærdagsins.  Fórum yfir fjöllin með súpustoppi í Selhóteli Mývatnssveit.  Á Krók komum við kringun kl.17:30 og fór hver heim til sín. Allir sögðust hafa átt góða ferð og voru ánægðir.

Svenni bílstjóri dreif sig austur eftir 45 mínútna stopp, tappa af og tappa á, því hann var að fara aðra ferð með Norrænu næsta dag

Helga Sigurbjörnsdóttir formaður