Forsíða2021-02-08T20:32:08+00:00

Skagfirskir tónar frá Skagfirskum konum.

Rétt að benda félagsmönnum á tónleika á Sauðárkróki 1. maí n.k.
Eldri borgarar í Skagafirði  fá mjög góðan afslátt á aukatónleika sem haldnir verða kl 17.00 þann 1. maí í Gránu í nýjum og glæsilegum tónleikasal
Miðinn kostar 5.500 kr. en félagar í Félagi eldri bogara í Skagafirði frá 50% afslátt  og á þetta eingöngu við um tónleikana kl 17.00
En uppselt er á kvöldtónleikana.
Til að tryggja sér miða er best að hringja í  Huldu sem allra fyrst  í síma 8660114
Hvetjum alla til að nýta þetta einstaka tilboð meðan húsrúm leyfir.
April 27th, 2021|Categories: Uncategorized|0 Comments

Innheimta félagsgjalda

Þar sem búið er að senda út til innheimtu félagsgjöld 2021 með eindaga 19. apríl 2021 og þeir sem ekki hafa heimabanka og bankar lokaðir vegna Covit þá kemur hér svar Ingibjargar Guðjónsdóttur hjá Arion banka við fyrirspurn Steinunnar gjaldkera:

Sæl Steinunn
Ef þau hringja í 444 7000 velja svo 4 þá ætti ekki að vera löng bið ( fyrir eldri borgara )
Það reiknast ekki dráttarvextir, þannig að það á ekki að skipta máli hvort eindaginn er liðinn eða ekki
Kv.Imba

Svo vonum við bara að bankarnir opnist sem fyrst svo ekki þurfi að hringja og panta tíma til að komast í bankana.
April 13th, 2021|Categories: Uncategorized|0 Comments

Aðalfundarboð 18.03.2021 kl. 13.00

Aðalfundur Félags eldri borgara í Skagafirði fyrir árið 2020 verður haldinn í Húsi frítímans þann 18. mars n.k. kl. 13.00.

Virðum tveggja metra regluna og sýnum að við erum öll almannavarnir.

Dagskrá:

Venjuleg aðalfundarstörf.
Önnur mál.

Tekið í spil eftir fundinn.

Stjórnin.

March 3rd, 2021|Categories: Uncategorized|0 Comments
Go to Top