Forsíða2021-02-08T20:32:08+00:00

Breyting á stjórn FEBS

Breyting varð á stjórn FEBS fyrir starfsárið 2022 – 2023 þar sem Guðmundur Gunnarsson, meðstjórnandi, lést 11. maí s.l. Er Guðmundi þakkað af alhug hans fjölbreyttu störf í þágu félagsins til margra ára.  Fyrsti varamaður í stjórn er Ásta Sigurbjörnsdóttir og gengur hún því upp í meðstjórnanda til næstu tveggja ára, sem var kjörtímabil Guðmundar.  Á stjórnarfundi þann 27. ágúst 2022 var stjórnin sammála um að  óska eftir því við Stefaníu Stefánsdóttur að hún tæki sæti sem varamaður í stjórn félagsins til eins árs og varð hún við því og er boðin velkomin til starfa.

September 11th, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments

Óvissuferð 2022

Félag eldri borgara í Skagafirði efnir til eins dags óvissuferðar í austurveg. Staðkunnugur leiðsögumaður verður með í för á áfangasvæðinu. Ferðin að meðtöldum léttum hádegismat, afþreyingu og kvöldverði kostar kr. 9.000 fyrir félaga, en kr. 11.000 fyrir fólk utan félags. Greiðst inn á reikning 0310 – 26 – 002105, kt. 5601983109 í Arion banka fyrir 10. júní n.k.

Brottför 14. júní kl. 9:00 árdegis frá N 1 á Krók , en kl. 9 :30 frá Varmahlíð.

Pantanir hjá Þóreyju í síma 4538078 og Magnúsi í s. 4535368 og s. 8684068 til og með 8. júní n.k.

Ferðanefndin

June 7th, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments

Haustferð Félags eldri borgara í Skagafirði 23.09.2021

Við fórum að venju af stað frá Ábæ klukkan 10. þann 23. september. Urðum að hætta við að aka Lágheiði vegna slæms færis, þannig að Siglufjarðarleiðin var farin. Stebbi Steingríms tók að sér leiðsögn til Sigló, en þar var gert smá pissustopp. Þaðan keyrðum við rakleitt til Ólafsfjarðar; og þar var hið frábæra fuglasafn skoðað. Næsti áfangi var Safnahúsið Hvoll á Dalvík, og síðan settumst við inn á veitingastaðinn Gísla Eirík og Helga, þar sem snædd var hin ágætasta fiskisúpa. Eldri borgarar á Dalvík buðu okkur að koma í sitt samkomuhús, þar sem við fengum kaffi og ágætis móttökur. Þaðan ókum við hringinn í Svarfaðardalnum með viðkomu á Völlum, en þar var enginn við í sveitarbúðinni.  Nú ókum við rakleitt aftur til Ólafsfjarðar, þar sem  eldri borgarar á staðnum tóku á móti okkur í aðstöðuhúsi sínu með kaffisopa.  Klukkan sex  komum við á Hótel Sigló og nutum þar fínasta kvöldverðar. Heim var svo haldið um átta leytið. Tókst þessi ferð að öllu leyti vel.

Þátttakendur voru fjörutíu og fjórir. Gísli Rúnar Jónsson var bílstjóri að vanda, en Birgitta Pálsdóttir leiðsögumaður ásamt Stefáni Steingrímssyni.

Læt ég hér staðar numið.    Þórey Helgadóttir ritari

 

 

 

March 15th, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments

Tillögur stjórnar FEBS um lagabreytingar

Hér koma tillögur stjórnar FEBS um breytingu á lögum félagsins fyrir aðalfundinn 14. mars 2022 kl. 13.00.  Þið tvíklikkið á linkinn hér fyrir neðan og þá birtist skjalið með lögum FEBS þar sem tillögur stjórnar um breytingu á lögunum eru skrifaðar með rauðu.  Kynnið ykkur þessar tillögur vel og mætum svo sem flest á aðalfundinum.

Lagabreytingar – tillögur stjórnar

March 2nd, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments

Dagskrá Félags eldri borgara í Skagafirði til vors 2022

Hér má sjá dagskrána okkar til vors 2022.  Einnig hefur þessi dagskrá verið færð inn á flipann  “dagskrá” sem hægt er að finna með því að færa músina yfir “starfið” hér efst á síðunni.

Félag eldri borgara í Skagafirði.
Samkomur eldri borgara til vors 2022
í Húsi frítímans –  hefjast kl. 13.00

Febrúar
7.   mánudagur – Bingó
10. fimmtudagur – Spil
14. mánudagur – Félagsvist
18. fimmtudagur – Spil
21. mánudagur – Bingó
24. fimmtudagur – Spil
28. mánudagur – Félagsvist

Mars
3.   fimmtudagur – Spil
7.   mánudagur- Bingó
10. fimmtudagur – Félagsvist
14. mánudagur – Aðalfundur – Spil
17. fimmtudagur – Spil
21. mánudagur – Bingó
24. fimmtudagur – Spil
28. mánudagur – Félagsvist
31. fimmtudagur – Spil

Apríl
4.  mánudagur – Bingó
7.  fimmtudagur – Spil
11. mánudagur – Félagsvist
21. fimmtudagur – Spil
25. mánudagur – Bingó
28. fimmtudagur – Félagsvist

Annað:

Handavinna og föndur:  Miðvikudaga í Húsi frítímans  kl. 12.00 – 16.00.  Jóna og Helga taka vel á móti ykkur.  Hefst 9. febrúar.

Leikfimi:  Mánudaga og miðvikudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 11.00.  Guðrún Helga þjálfar.  Hefst 7. febrúar.  Skráið ykkur hjá Ástu  R. í síma 862-6167.

Boccia:  Þriðjudaga og fimmtudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 12.00

Pílukast:  Þriðjudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 12.00

Jóga:  Föstudaga í Húsi frítímans kl. 10.00 – 11.00. Sigríður H. Sveinsdóttir stýrir jóga fyrir 60+. Skráið ykkur hjá Ingunni í síma 863-5245.

Spjaldtölvu- og snjallsímanámskeið: Skráning hjá Steinunni í síma 898-6632.

Samvera á Löngumýri:  Helga Bjarnadóttir og Sigríður Garðarsdóttir bjóða til samveru þriðjudagana 8. og 22. febrúar, 8. og 22. mars og 5. og 19. apríl. Byrja að vanda kl. 13.30.

Leshópur:  Miðvikudaga á Bókasafninu kl. 10.30 – 11.30.

Gönguhópur:  Mánudaga og fimmtudaga kl. 11.00.  Mæting við Vallarhúsið á íþróttavellinum.

Íþróttahúsið:  Á fimmtudögum kl. 12.00 – 13.00.  Ringó eða annað eftir áhuga.  Áhugasamir hafi samband við Ástu R. í síma 862-6167.

Kórinn:  Æfingar í Ljósheimum á miðvikudögum kl. 15.00 – 17.00.  Nýir félagar velkomnir.  Upplýsingar veita Krummi í síma 848-8327, Ásta R. í síma 862-6167 og Þórey í síma 895-8078. Hefst 16. febrúar.

Skákæfingar:  Eldri borgarar eru boðnir velkomnir á skákæfingar hjá Skákfélaginu í Safnaðarheimilinu á miðvikudögum kl. 20.00

Útskurður:  Í Árskóla (smíðastofu) þriðjudaga kl. 16.00 – 18.00.  Upplýsingar hjá Ástu R. í síma 862-6167.

Dans:  Steinunn Arnljótsdóttir verður í Ljósheimum á þriðjudögum kl. 20.00 – 21.00 með línudans og svo strax á eftir, kl. 21.00 – 22.00, með gömlu dansana.  Áhugasamir hafi samband við Steinunni í síma 846-9014.

Heimavist FNV:  Hádegishlaðborð virka daga; kr. 1.500

Matur á Hard-wok Cafe: 15% afsláttur af heildarreikningi.  Auka 10% af tilboðum.

Mælifell veitingahús og KK restaurant:  15% afsláttur af matseðli.

Dagdvöl aldraðra:  Dagdvöl í Skagafirði er ætluð öldruðum einstaklingum og er markmið hennar að bjóða upp á þjónustu sem auðveldar fólki að búa sem lengst á eigin heimili, þrátt fyrir hækkandi aldur og skerta færni.  Upplýsingar veitir Stefanía Sif Traustadóttir í síma 453-5909 eða 692-5909.

Minnum á heimasíðuna okkar:  febskagafirdi.is og Facebook síðu félagsins:  Félag eldri borgara í Skagafirði.

Ofangreind dagskrá er háð því að hún standist þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru á hverjum tíma.

Munum að við erum öll almannavarnir!!

ATH: Bílastæði eru einnig austan við Hús frítímans – þá er ekið inn á planið sjávarmegin.

February 21st, 2022|Categories: Uncategorized|0 Comments
Go to Top